Veldu Leið

Lagarfljót

Ferðaleiðir

Í valmyndinni hér fyrir ofan getur þú skoðað ferðaleiðir okkar sem eru tillögur að frábærum ferðalögum, stuttum sem löngum um Austurland.

Markhópar

Eitthvað fyrir alla, sjálfstæði landkönnuðurinn, lífsglaði heimsborgarinn, dreifbýlisbóhem, náttúrunörd, makindalegi menningarvitinn

Áherslur

Kanna hið óþekkta, keyra með ströndinni, hálendi, ósvikin upplifun, magnað útsýni , svartir sandar, litrík fjöll, staðbundinn matur, gönguferðir, hestaferðir, sundlaugar, náttúrulaugar, saga.

 

 

Hólmanes

Á Austurlandi ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar eru lítil þorp, stórbrotin strandlengja, þröngir firðir, fossar og fjöll. Nálægðin við náttúruna er mikil og landslagið er heillandi. Hér eru frábærir og fjölbreyttir möguleikar til útivistar, allt árið um kring. Hálendið er stórbrotið og útsýnisferðir meðfram ströndinni við jaðar Norður-Atlantshafsins eru ógleymanlegar.

 

Seyðisfjörður

Allir bæir á Austurlandi hafa sín sérkenni og í sumum sjávarþorpunum má sjá greinileg erlend áhrif. Til að mynda á Fáskrúðsfirði þar sem frönsk áhrif eru sterk. Þá má sjá norsk áhrif í byggingum á Eskifirði og á Seyðisfirði en norskir sjómenn höfðu búsetu á þessum stöðum á síðustu og þarsíðustu öld.

 

Mjólkurvörur frá Fjóshorninu.

Austurland er þekkt fyrir frábærar matarhefðir þar sem staðbundin hráefni eru í hávegum höfð. Hreindýr, lamb og ferskur fiskur með lífrænu grænmeti, villtum sveppum og berjum, auk mjólkurafurða í hæsta gæðaflokki.

 

Skapandi sumarstörf á Austurlandi.

Á Austurlandi er öflugt og menningar- og listalíf sem byggir á samvinnu og þátttöku heimamanna. Í fjórðungnum má finna fjölbreytt handverk, menningarsetur, tónlistarhátíðir, söfn og sýningar og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.