Sunnudagsganga í Þerribjarg
19. July, 2020
Þerribjarg er staðsett á skaganum milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa. Klettarnir eru einir litríkustu sjávarklettar landsins, ljósir, gulir, og appelsínugulir með svörtum berggöngum. Undir Þerribjargi er svo Langisandur, um 700 m löng fjara með ljósgrýtismöl. Þerribjarg er ein af Perlum Fljótsdalshéraðs. Ekið verður frá Egilsstöðum, upp á Hellisheiði og um vegslóða að Kattárdal. Gönguleiðin er tæpir 11 kílómetrar fram og til baka.
Mæting er við hús Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Tjarnarási 8, Egilsstöðum. Lagt verður af stað þaðan klukkan 9:00 eftir að sameinast hefur verið í bíla. Verð er 500 krónur og einnig eru perlukort til sölu á 500 krónur. Stefán Kristmannsson leiðir gönguna.
Nánari upplýsingar hér.