Pólar Festival

14. July, 2017 - 16. July, 2017

Pólar er matar- og menningarhátíð á Austurlandi. Það var svo gaman síðast að við ákváðum að slá til á nýjan leik og þér er boðið!

Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman. Markmiðið var að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði. Stöðvarfjörður er einn af hinum ómótstæðilegu Austfjörðum, sunnan við Fáskrúðsfjörð og norðan við Breiðdalsvík. Þar kúrir þorpið norðanmegin í firðinum og heldur utan um sína.

Megináherslur hátíðarinnar eru sköpunarkraftur og matarmenning. Lögð ermikil áhersla á sjálfbærni og nærumhverfi. Í samstarfi við fjölbreyttan hóp af hæfileikaríku fólki verður boðið upp á litríka dagskrá.