NEISTAFLUG – BÆJARHÁTÍÐ

30. July, 2020 - 2. August, 2020

Neistaflug, bæjarhátíð Neskaupstaðar er haldin árlega um Verslunarmannahelgi.

Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum hátíðina. Þar má nefna Tónleika á fimmtudagskvöldinu, skrúðgöngu, Tjaldmarkað, hoppukastala, brunaslöngubolta og dansleiki. Þá er frí skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á útisviðinu föstudag, laugardag og sunnudag. Á sunnudagskvöldinu er hátíðinni svo lokað með varðeldi, brekkusöng og flugeldasýningu.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar

Deila