Kynningarfundur: Hacking Austurland

30. August, 2021

Gerum gott samfélag enn betra með skapandi hugsun og nýsköpun – Við þurfum á þér og þínum hugmyndum að halda

Verið velkomin á kynningarfund Hacking Austurland þann 30. ágúst kl 12:30 – farið verður yfir hvernig viðburðir eins og lausnamót virka og hvers vegna þú ættir að taka þátt.

Hacking Austurland er lausnamót með fókus á bláu auðlindina sem fer fram dagana 30. september – 2. október á Austurlandi.

Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Austurlandi.

Þátttakendur skrá sig, mynda teymi og þróa lausnir við áskorunum tengdum bláu auðlindinni. Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður, markaðsherferð, eða annað í þeim dúr og kynna þátttakendur lausnina fyrir dómnefnd laugardaginn 2. október.

Skráning á www.hackinghekla.is

Hacking Austurland er samstarfsverkefni Hacking Hekla, Austurbrúar, Nordic Food in Tourism og Hugmyndaþorp. Íslandsbanki styrkir verkefnið.