LIST Í LJÓSI

14. February, 2020 - 15. February, 2020

í Febrúar ár hvert er upplifunarhátíðin List í ljósi haldin á Seyðisfirði. Um er að ræða samfélags drifna og fjölskylduvæna listviðburði sem fara fram utandyra og er aðgangur ókeypis. 

Hátíðin umbreytir Seyðisfjarðarbæ í suðupott vel skipulagðra listviðburða innlendra og erlendra listamanna. Fjölbreytni er í fyrirrúmi þar sem sjá má innsetningar, gjörninga og upplifanir á stórum skala.

Samhliða List í Ljósi er kvikmyndahátíðin “Flat Earth Film Festival”, en hún hefst í vikunni fyrir hátíðina.

Ásamt dagskrá List í Ljósi eru í gangi kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar og aðrar uppákomur.

Frítt er á alla viðburði List í ljósi.