Aðventutónleikar Mógil
Skriðuklaustri
27. November, 2021
Mógil heldur aðventutónleika á Skriðuklaustri þann 27. nóvember. Þar mun hljómsveitin flytja tónlist af disknum AÐVENTA sem gefinn var út af hinu virta útgáfufélagi Winter & Winter í Þýskalandi árið 2019. Tónlistin og textarnir eru undir áhrifum hinnar sígildu skáldsögu Aðventu eftir rithöfundinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) og á tónleikunum mun Orri Huginn Ágústsson leikari lesa valinn texta úr bókinni.
Eftir tónleikana verður hægt að kaupa sér kaffi og köku á kaffhúsi Skriðuklausturs.
Aðgangseyrir kr. 2.900, greitt á staðnum.
Nauðsynlegt að bóka sæti fyrir 24. nóvember. BÓKUN Á https://www.eventbrite.com/…/aventutonleikar-mogils…
Það er einstök upplifun að sitja í stofunni hjá Gunnari og hlusta á tónlistina og upplesturinn á sögunni hans um Benedikt og ferðalag hans um hálendið í leit að sauðfé. Í gegnum tónlistina upplifir áheyrandinn stórkostlegt landslag, fimbulfrost og fárviðri, en einnig góðmennsku, hlýju, kyrrð og ró ásamt mikilli einangrun og brostnum vonum.
Mógil skapar sinn eigin hljóðheim þar sem klassík, þjóðlagatónlist,djass og tilraunatónlist mætast á sérstakan hátt. Söngkona hljómsveitarinnar er Heiða Árnadóttir, Hilmar Jensson spilar á gítar, Kristín Þóra Haraldsdóttir á víólu og Eiríkur Orri Ólafsson á trompet.
Þessir tónleikar eru styrktir af Samfélagssjóði Fljótsdals og Tónlistarsjóð