Fyrri hátíðir

BRAS 2024 

BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi var haldin í sjöunda sinn í ár. Nafn hátíðarinnar var Uppspretta og hefur fjölbreytta skírskotun. Uppspretta nýrra hugmynda , nýs samstarfs, nýrrar vináttu. Auk þess var lögð áhersla á að uppspretta gæti verið e.k. niðurstaða, þ.e. að upp spretti börn og ungmenni sem átti sig á hæfileikum sínum, sem þau uppgötva í eigin sköpun og þátttöku í listar- og menningarviðburðum. 

Nánar

BRAS 2023 

BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi var haldin í sjötta sinn í ár. Þemað var hringurinn og nafn hátíðarinnar Hringavitleysa.  Einkunnarorð hátíðarinnar sem fyrr: Þora! Vera! Gera! Í því felst að börn á Austurlandi eru hvött til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Fjölbreyttir viðburðir um allan fjórðung fóru fram og var dásamlegt að geta komið saman og notið lista og menningar. 

Nánar

BRAS 2022
BRAS menningarhátíð barna og ungmenna var haldin í fimmta sinn haustið 2022. Megináhersla hátíðarinnar var sjálfsmynd ungs fólks og hvernig þau geta verið þau sjálf í samskiptum við aðra. Yfirskrift hátíðarinnar var „Ég um mig frá mér til þín“ og tengdist þemað 6. grein barnasáttmálans og 3. grein heimsmarkmiðanna.

Sérstök áhersla var lögð á að kynna hátíðina enn betur fyrir forráðamönnum barna á Austurlandi og hvetja þá til þátttöku í opnum viðburðum með börnum sínum, auk þess sem forráðamenn og börn voru hvött til að ferðast um landshlutann og njóta menningar og lista.

Nánar

Nemendur úr grunnskólum á Austurlandi plöntuðu birki um allt AusturlandÍ samstarfi við skógræktina og foreldrafélög gróðursettu nemendur í grunnskólum Austurlands birki um allt Austurland.

BRAS 2021
BRAS menningarhátíð barna og ungmenna var haldin í fjórða sinn á Austurlandi haustið 2021. Þema hátíðarinnar var Unga fólkið og umhverfið og var lögð áhersla á að tengja saman barnamenningu, listir og náttúru. Mörg skemmtileg verkefni voru unnin, fjölbreyttar smiðjur og sýningar auk námskeiða og fræðslu á sviði lista og menningar. Meginþungi hátíðarinnar fór fram um haustið en viðburðir teygðu sig alveg fram í nóvember.

Nánar

Börn sitja á gólfinu og teikna á Rákum, námskeiði í umsjá Ránar Flygenring og Katrínar GunnarsdótturTeiknarinn Rán Flygenring og danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir buðu uppá vinnustofu og gjörninginn Rákir sem haldin var á Reyðarfirði..

BRAS 2020
BRAS menningarhátíð barna og ungmenna var haldin í þriðja sinn á Austurlandi haustið 2020. Einkunnarorð hátíðarinnar eru sem fyrr Þora! Vera! Gera! enda er leiðarljós hennar að börn þori að vera þau sjálf og framkvæmi á eigin forsendum. Hátíðin er haldin frá miðjum september fram í október þar sem fram fara litlir sem stórir listviðburðir auk námskeiða og fræðslu á sviði lista og menningar. Yfirskriftin í ár er „Réttur til áhrifa“ og byggir á 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Nánar

Sirkúslistamaður sýnir listir sínar á Hápunkti BRAS 2019Ljósmynd frá HÁpunkti BRAS 2019 í Íþróttamiðstöð Fljótsdalshéraðs.

BRAS 2019
BRAS menningarhátíð barna og ungmenna var haldin í annað sinn á Austurlandi haustið 2019. Að þessu sinni var þema hátíðarinnar Tjáning án tungumáls og eru einkunnarorð hátíðarinnar Þora! Vera! Gera! Í því felst að börn á Austurlandi eru hvött til að þora að vera þau sjálf og framkvæma á eigin forsendum. Aðferðir myndlistar, tónlistar, dans og sirkuss mörkuðu leið til tjáningar, samveru og fjölbreyttrar skapandi vinnu.

Nánar

Daði Freyr tók þátt í opnunarhátíð BRAS 2018Frá opnunarhátíð BRAS 2018.

BRAS 2018
BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi var haldin í fyrsta sinn á Austurlandi haustið 2018. Þótti hátíðin takast einstaklega vel og var ákveðið að halda áfram með verkefnið.

Nánar