Uppbyggingarhlutverk á Vopnafirði
Einherji óskar eftir metnaðarfullum og lausnamiðuðum framkvæmdarstjóra sem tekur virkan þátt í þjálfun og utanumhaldi yngri flokka. Starfið er á Vopnafirði og býður upp á spennandi tækifæri til að leiða uppbyggingu og efla starf félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
– Þjálfun og umsjón yngri flokka í samstarfi við þjálfara meistaraflokka karla og kvenna.
– Skipulagning og þátttaka í mótum, ferðalögum og keppnisverkefnum.
– Dagleg stjórnun, rekstrarábyrgð og samskipti við foreldra, stjórn og íþróttasambönd.
– Fjáröflun og samskipti við styrktaraðila.
– Framkvæmd starfsáætlana og stuðningur við langtímamarkmið félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
Brennandi áhugi á íþróttastarfi, jákvæðni og samskiptahæfni, menntun við hæfi kostur.
Fríðindi í starfi
Húsnæði