Sumarstörf á landsbyggðinni

Við leitum að metnaðarfullu og jákvæðu fólki til að starfa með okkur í útibúum okkar á landsbyggðinni í sumar. Við viljum fá til liðs við okkur öfluga einstaklinga sem hafa áhuga á að starfa í krefjandi og skemmtilegu umhverfi.

Æskilegt er að sumarstarfsfólk geti unnið frá maí/júní og út ágúst. Óskað er eftir að ferilskrá og einkunnir fylgi umsókn. Öllum umsóknum skal skilað í gegnum vefsíðuna okkar.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
  • Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
  • Góð tölvukunnátta
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Stúdentspróf