Liðveisla við börn í íþróttum

Múlaþing leitar að sjálfstæðum, hressum, ábyrgðarfullum og jákvæðum einstaklingum yfir 18 ára aldri til að starfa með börnum með stuðningsþarfir í íþróttum.

Starfsmaður starfar með barni og/eða ungmenni með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og að auka virkni einstaklingsins. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, lausnamiðaða hugsun og frumkvæði í daglegum verkefnum.

Um er að ræða hlutastarf (um það bil 25%) og er starfið laust nú þegar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Styðja og efla barnið í íþróttaiðkun.
  • Félagslegur stuðningur.
  • Þjálfun í athöfnum daglegs lífs.
  • Virkja og efla sjálfstæði.
  • Önnur verkefni í samráði við yfirmann og foreldra barns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og þekking sem nýtist í starfi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, hæfileiki til samvinnu, sveigjanleika og tillitssemi.
  • Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Lausnarmiðaður og geta brugðist hratt og vel við óvæntum atburðum sem upp koma.
  • Hreint sakavottorð
  • Bílpróf er kostur