Fjölbreytt sumarstarf ferðaþjónustu við Stuðlagil

Starfsstöðin er í landi Klaustursels sem liggur að hinu heimsfræga Stuðlagili.

Um er að ræða tímabundna ráðningu í 5-7 mánuði eftir samkomulagi.

Starfið felur í sér mikla fjölbreytni en helstu áherslunar eru á afgreiðslu í matarvagni og þrifum á salernisaðstöðu.

Best væri að einstaklingurinn gæti hafið störf 1. apríl næstkomandi. En það getur einnig verið sveigjanlegt.

Í boði er bæði fullt starf og hluta starf. Getur því hentað vel fyrir par / vini að koma saman.

Helstu verkefni og ábyrgð

Sölumennska

Almenn verslunarstörf

Þjónusta við viðskiptavini

Halda starfssvæði hreinu

Menntunar- og hæfniskröfur

Góðir samskiptahæfileikar skilyrði

Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

Reynsla í þjónustustörfum er kostur

Kostur að vera með bílpróf