Ég um mig frá mér til þín

Árið 2022 var þema BRAS sjálfsmynd og lögðu margir nýir samstarfsaðilar lóð sín á vogarskálarnar til að gera hátíðina að einstakri upplifun fyrir ungmenni og forráðamenn á Austurlandi. Eins og áður var áhersla lögð á listar- og menningarviðburði fyrir öll börn og ungmenni í góðu samstarfi við skólastofnanir, menningarmiðstöðvar og sveitarfélög á Austurlandi, auk þess sem austfirskir listamenn, List fyrir alla, Menningarmót og fleiri lögðu hátíðinni lið. Sjálfsmynd unga fólksins var rauður þráður í viðburðunum og voru allir íbúar á Austurlandi hvattir til að fylgjast vel með þeim viðburðum sem í boði voru.

Nemendur spjalla á sama tíma og spjaldtölva er notuðYfirskrift hátíðarinnar í ár er ég um mig frá mér til þín.

Samstarf við myndlistarfólk
Í ár var ákveðið að hefja samstarf við myndlistarfólk og eða hönnuði sem annað hvort eru búsettir á Austurlandi eða tengjast svæðinu í gegn um verkefni sín til að koma að hönnun kynningarefnis hátíðarinnar. Í ár tóku Austin James Thomasson og Dæja Arndís-Yr Hansdóttir verkefnið að sér en undanfarin ár hafa þau búið til skiptis á Seyðisfirði og í Bandaríkjunum. Við erum mjög ánægð með samstarfið, eiginlega bara svo ánægð að við ákváðum að nota allar sex tillögurnar sem þau sendu okkur.

Listamennirnir sem tóku að sér hönnun kynningarefnis árið 2022Dæja Arndís-Yr Hansdóttir og Austin James Thomasson.