BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi er hafin. Hún er nú haldin í sjöunda sinn og árið 2024 ber hátíðin nafnið Uppspretta.

Í samstarfi við fjölbreyttan hóp listafólks verður haldin menningarveisla um allt Austurland þar sem nýir farvegir fyrir listir og menningu verða virkjaðir.

Að þessu sinni ætlum við að hvetja börn og ungmenni til að horfa inn á við og finna hvernig þau geta virkjað sköpunarkraftinn sinn, fundið sjálfið sitt og skapað á þeim forsendum. Finna hvaðan þau koma og fyrir hvað þau standa.

Nú sem áður er BRAS unnið í frábæru samstarfi við menningarmiðstöðvarnar þrjár á Austurlandi, sveitarfélög, skóla, stofnanir, austfirskt listafólk og List fyrir alla.

Við hlökkum til að vera með ykkur í haust þar sem gleðin, hið óvænta og hversdagslega verða í fyrirrúmi!

Viðburðir

Samvinna um öflugt menningarstarf

Við trúum því að öflugt menningarstarf sé ein af grunnstoðum samfélagsins. Þess vegna var BRAS – menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi sett á laggirnar árið 2018.

BRAS er samstarfs- og samvinnuverkefni skóla og sveitarfélaga á Austurlandi auk Skólaskrifstofunnar og Listar fyrir alla. Verkefnisstjórn er í höndum Austurbrúar.

Frá upphafi hefur verið samstaða um að hátíðin sé bæði metnaðarfull og fjölbreytt og í dag er BRAS einn af stóru árlegu menningarviðburðunum á Austurlandi.

Hátíðin er samstarfsverkefni sveitarélaganna, menningarmiðstöðva á Austurlandi, List fyrir alla og Austurbrúar.

Styrktaraðilar

Aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar eru Barnamenningarsjóður, Sóknaráætlun Austurlands og Alcoa Fjarðarál

Merki BRAS

Nánari upplýsingar veitir

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Verkefnisstjóri BRAS
Netfang: [email protected]