Heilbrigðisfulltrúi

Heilbrigðiseftirlit Austurlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með áherslu á eftirlitsstörf á mið- og norðursvæði Austurlands.

Krafa er um háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda, umhverfisfræði eða sambærilegt. Æskilegt er að viðkomandi hafi réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi skv. reglugerð 571/2002 um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku, bæði rituðu og töluðu máli og eiga auðvelt með samskipti við fólk. Bílpróf er skilyrði.

Laun taka mið af kjarasamningi FÍN og ríkisins.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Nánari upplýsingar vieitr Lára Guðmudsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits í síma 474 1235.

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Heilbrigðiseftirlits Austurlands, Austurvegi 20, 730 Reyðarfjörður eða í tölvupósti til [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2022