Verkefnastjóri textílfræða – Hallormsstaðaskóli
Hallormsstaðaskóli leitar eftir metnaðarfullum einstaklingi í stöðu verkefnastjóra textílfræða með áherslu sjálfbærni og sköpun. Verkefnastjóri ber ábyrgð á faglegri og akademískri stefnumótun á sviði textílfræða, útfærslu í námi og kennslu í samstarfi við skólameistara.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppbygging náms og kennslu á fagsviðinu.
- Mótun stefnu textílfræða í samræmi við stefnu skólans.
- Þverfagleg samvinna milli sviða.
- Samstarf við fagvettvang og alþjóðlegt samstarf.
- Málefni nemenda og móttöku gestakennara.
- Gerð rekstra- og fjárhagsáætlana verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í textílhönnun, hönnun, efnafræði, sjálfbærni.
- Góð þekking og reynsla af starfsemi á framhalds- og/eða háskólastigi þ.m.t. kennslu og stjórnun.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og lausnamiðað hugarfar.
- Góð tölvu- og tæknifærni.
Umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn
Greinargóð ferilskrá og kynningarbréf.
Staðfest afrit af prófskírteinum.
Umsókn ásamt gögnum skal skilað eigi síðar en 22. júlí 2020 á netfangið [email protected], merkt: Verkefnastjóri textílfræða.
Ráðið er í starfið frá 10. ágúst 2020 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Bryndís Fiona Ford, skólameistari [email protected] eða í síma 8622896. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfsumhverfi – Hallormsstaðaskóli er sjálfseignarstofnun og starfar eftir rekstrarsamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hallormsstaðaskóli er staðsettur í hjarta Hallormsstaðaskógar og hefur verið starfræktur í 90 ár.
Stefna skólans er að mennta nýja kynslóð fagfólks sem getur unnið þvert á fræði og faggreinar, hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði sjálfbærni og sköpunar með áherslu á nýtingarmöguleika auðlinda. Hlutverk skólans er að veita einstaklingum tækifæri, möguleika og aðstöðu til þess að rannsaka, þróa og dýpka þekkingu sína og verða ný kynslóð fagfólks í þverfaglegum heimi.