Samstarf

Með því að verða aðili að Austurlandi* hjá Austurbrú mun þín skuldbinding og framlag stuðla að framþróun Austurlands í samræmi við samstarfsyfirlýsinguna sem finna má hér að neðan. Í byrjun árs 2018 voru tæplega hundrað fyrirtæki með samstarfssamning við Austurbrú.

Verkefni sem nú eru í vinnslu hjá Austurbrú og stuðla að framþróun Austurlands*.

Atvinnuþróunarverkefni – Birtingaráætlun – Brothættar byggðir – Efling Egilsstaðaflugvallar – Ferðasýningar og kynningar – Hönnun áfangastaðarins Austurlands – Markaðsmál – Menningarfulltrúi, jaðarsvæði og menningarmiðstöðvar – Miðstöð menningarfræða – Móttaka blaðamanna og umsjá famferða – Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat – Orkuskipti á Austurlandi – Prófaumsýsla – Ráðgjöf og þjónusta við háskólanemendur – Rekstur vef- og samfélagsmiðla – Símenntun – Starfstengd námskeið – Uppbyggingarsjóður Austurlands – Upplýsingaveita til ferðamanna – Útgáfa – bæklingar og kort – Þekkingar og rannsóknarstarf.

Þú getur orðið samstarfsaðili að Austurlandi hjá Austurbrú með því að fylla út formið hér að neðan. Starfsmaður Austurbrúar verður í sambandi við þig og fer yfir það með þér hvað felst í að vera samstarfsaðili Austurlands og ákvörðun gjaldflokkks.

Áfangastaðurinn Austurland

Landsvæði eru í stöðugri samkeppni um mannauð og atvinnutækifæri. Austfirðingar þekkja það mætavel og hafa þurft að horfa á eftir fólki sem leitar betra lífs annars staðar. Þessu viljum við breyta.

Með markvissum úrbótum er hægt að markaðssetja Austurland sem ákjósanlegan stað til að búa á, heimsækja og starfa í. Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland hófst árið 2014 fyrir tilstuðlan Ferðamálasamtaka Austurlands en sú hraða þróun sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu um allt land felur í sér áskoranir en jafnframt skapast tækifæri sem við Austfirðingar verðum að nýta.

Austurbrú stýrir áfangastaðaáætlun (Destination management plan) fyrir Austurlandi í samstarfi við Ferðamálastofu og er áfangastaðaverkefnið DMP fyrir Austurland.

Áfangastaðurinn Austurlands hefur verið styrktur af Sóknaráætlun Austurlands, SSA sem áhersluverkefni og Ferðamálastofu.

 

Austurland.is

Kjarni verkefnisins er sú trú að við þurfum í raun ekkert meira en það sem við höfum nú þegar. Þessi hugsun, þetta hugarfar, er sjálfur grundvöllurinn. Náttúran, sagan, menningin, bæirnir okkar og fólkið á Austurlandi. Fjórðunginn okkar er endalaus uppspretta innblásturs.

Í þessum skilningi er tilgangur verkefnisins að rækta með okkur stolt. Við viljum og eigum að vera stolt af því að vera Austfirðingar.

Austurland.is er gátt inn í fjórðunginn. Vefurinn veitir innsýn í mannlíf okkar og von okkar er sú að  með tímanum muni hann aðstoða fyrirtæki, sveitarfélög og Austfirðinga að þróa sameiginlega rödd Austurlands og leggja grunn að góðum áfangastað til að heimsækja, búa á og starfa í.

Vefurinn Austurland.is spilar stór hlutverk í okkar vinnu. Hann er tileinkaður Austurlandi, Austfirðingum og gestum okkar.

Skýrslur