Áfangastaðurinn Austurland

Landsvæði eru í stöðugri samkeppni um mannauð og atvinnutækifæri. Austfirðingar þekkja það mætavel og hafa þurft að horfa á eftir fólki sem leitar betra lífs annars staðar. Þessu viljum við breyta.

Með markvissum úrbótum er hægt að markaðssetja Austurland sem ákjósanlegan stað til að búa á, heimsækja og starfa í. Verkefnið Áfangastaðurinn Austurland hófst árið 2014 fyrir tilstuðlan Ferðamálasamtaka Austurlands en sú hraða þróun sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu um allt land felur í sér áskoranir en jafnframt skapast tækifæri sem við Austfirðingar verðum að nýta.

Austurbrú stýrir áfangastaðaáætlun (Destination management plan) fyrir Austurlandi í samstarfi við Ferðamálastofu og er áfangastaðaverkefnið DMP fyrir Austurland.

Áfangastaðurinn Austurlands hefur verið styrktur af Sóknaráætlun Austurlands, SSA sem áhersluverkefni og Ferðamálastofu.

 

Austurland.is

Kjarni verkefnisins er sú trú að við þurfum í raun ekkert meira en það sem við höfum nú þegar. Þessi hugsun, þetta hugarfar, er sjálfur grundvöllurinn. Náttúran, sagan, menningin, bæirnir okkar og fólkið á Austurlandi. Fjórðunginn okkar er endalaus uppspretta innblásturs.

Í þessum skilningi er tilgangur verkefnisins að rækta með okkur stolt. Við viljum og eigum að vera stolt af því að vera Austfirðingar.

Austurland.is er gátt inn í fjórðunginn. Vefurinn veitir innsýn í mannlíf okkar og von okkar er sú að  með tímanum muni hann aðstoða fyrirtæki, sveitarfélög og Austfirðinga að þróa sameiginlega rödd Austurlands og leggja grunn að góðum áfangastað til að heimsækja, búa á og starfa í.

Vefurinn Austurland.is spilar stór hlutverk í okkar vinnu. Hann er tileinkaður Austurlandi, Austfirðingum og gestum okkar.

Get ég orðið samstarfsaðili?

Við leggjum áherslu á sameign og samvinnu á verkefninu Austurland í gegnum Austurbrú.

Aðildaumhverfið í kringum Austurland er stutt af markmiðum og áherslum í sóknaráætlun landshlutans. Aðildaumhverfinu má lýsa sem tré, myndlíking sem hentar vel til að útskýra uppbygginguna og virknina.

Aðildaumhverfi Austurlands á sér sterkar rætur í íbúum landshlutans. Eins og frá upphafi þá hefur þátttaka íbúa verið lykilatriði í þróun og ímynd verkefnisins og mun Austurland halda áfram að starfa í þeim anda. Rætur trésins okkar sækir næringu og vatn úr frjóum jarðvegi.

Stofn trésins vísar til stóru fyrirtækjanna sem eru virk á Austurlandi. Stofninn færir næringuna og vatnið upp í greinarnar. Þetta vísar til fjölbreyttra fyrirtækja úr mismunandi atvinnugreinum sem eru hluti af og er umhugað um velferð og þróun landshlutans.

Greinarnar dreifa úr trénu á móti sólu til að fá sem mest út úr birtunni. Greinarnar vísa til meðalstórra fyrirtækja sem sífellt eru að vaxa og þurfa næringu til að svo megi verða.

Greinarnar halda uppi minni greinum, sportum og laufi. Þetta eru litlu fyrirtækin okkar og frumkvöðlarnir.

Þetta er lífrænt umhverfi sem sífellt er í þróun og stuðlar að öflugri hringrás. Aðildaumhverfið byggir á gagnkvæmri skuldbindingu allra hagaðila um að vinna saman svo hægt sé að rækta sterkan skóg í formi sterks samfélags á Austurlandi.

Aðild að Austurbrú

Með því að verða aðili að Austurlandi hjá Austurbrú mun þín skuldbinding stuðla að framþróun Austurlands í samræmi við sóknaráætlun landshlutans. Þú munt einnig verða órjúfanlegur hluti af okkar samstarfsneti og hafa aðgang að verkfærum á okkar innra svæði.

Þú getur orðið samstarfsaðili að Austurlandi hjá Austurbrú með því að fylla út þetta eyðublað. Starfsmaður Austurbrúar verður í sambandi við þig og fer yfir það með þér hvað felst í að vera samstarfsaðili Austurlands.

Skýrslur