Svæðisskipulag

Svæðisskipulag Austurlands leggur áherslu á að draga fram þá þætti sem eru til þess fallnir efla samfélagið á Austurlandi með frumkvæði, þekkingu og samvinnu að leiðarljósi. Upplýsingar um svæðið verði aðgengilegar og settar fram með skýrum hætti á Austurbú.is. Svæðisskipulag Austurlands verður unnið með sjálfbærni til grundvallar við stefnumörkun í öllum málaflokkum.