Yfirlandvörður á austursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf yfirlandvarðar á austursvæði þjóðgarðsins. Staðan er heilsársstaða, með aðsetur í Snæfellsstofu á Skriðuklaustri og/eða Fellabæ en starfið krefst einnig dvalar á hálendi yfir sumartímann. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu með sveigjanlegan vinnutíma. Starfið er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

– Umsjón landvörslu á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á Snæfellsöræfum og Krepputungu.
– Dagleg verkstjórn og utanumhald með vinnu landvarða í samvinnu við þjóðgarðsvörð og aðstoðarmann þjóðgarðsvarðar. – Umsjón með fræðslu og upplýsingagjöf í samræmi við fræðsluáætlun þjóðgarðsins.
– Samstarf, eftir því sem við á, við stofnanir, skóla, ferðaþjónustuaðila, félagasamtök, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila í samstarfi við næsta yfirmann.
– Önnur tilfallandi verkefni svo sem eftirlit með innviðum, öryggismál, utanumhald landupplýsinga og fleira.

Hæfnikröfur

– Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum.
– Landvarðaréttindi eða reynsla af landvörslu.
– Önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
– Góð staðþekking á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
– Gott verkvit og skipulagsfærni.
– Góð íslensku- og enskukunnátta; frekari tungumálakunnátta er kostur.
– Gild skyndihjálpar- og ökuréttindi, aukin ökuréttindi eru kostur.
– Samskiptahæfni, sveigjanleiki og þjónustulund.
– Þekking á sviði landupplýsinga er kostur.
– Sjálfstæði og frumkvæði í störfum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Í umsókn þarf að gera grein fyrir menntun og reynslu sem umsækjandi telur að nýtist í starfi en henni þarf einnig að fylgja ferilskrá þar sem tilteknir eru meðmælendur sem hægt er að hafa samband við vegna umsóknarinnar. Við hvetjum áhugasama til að sækja um óháð kyni og uppruna. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í maí 2021.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.02.2021

Nánari upplýsingar veitir

Agnes Brá Birgisdóttir – [email protected] – 470 0841
Ragnheiður Björgvinsdóttir – [email protected] – 575 8400

Sækja um starf hér