![](https://austurland.is/wp-content/uploads/2018/05/DJI_0090-1100x605.jpg)
Svæðisstjóri á Austurlandi
Samskip leita að metnaðarfullum og drífandi starfsmanni með góða
tengingu við sjávarútveg til að leiða starfsemi fyrirtækisins á Austurlandi.
Helstu verkefni og áherslur:
• Sala og þjónusta við viðskiptavini og fyrirtæki
á svæðinu
• Ábyrgð á daglegri starfsemi á starfsstöðvum
fyrirtækisins á Egilsstöðum og Reyðarfirði
• Annast samskipti við ytri og innri hagsmunaaðila
vegna starfsemi félagsins á Austurlandi
• Ber ábyrgð á að starfsstöðin veiti skilgreinda,
áreiðanlega og góða þjónustu
Hæfniskröfur:
• Framúrskarandi færni í mannlegum
samskiptum
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun, sölu- eða
þjónustustörfum er mikilvæg
• Góð alhliða tölvuþekking og
tungumálakunnátta
Starfsstöð svæðisstjóra verður á Reyðarfirði.
Umsóknarfrestur er til 28. desember nk.
Nánari upplýsingar veitir Ingi Þór Hermannsson, forstöðumaður innanlandsdeildar,
[email protected]
Samskip eru alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem býður flutningalausnir og tengda þjónustu á landi, sjó og í lofti með
hagkvæmni að leiðarljósi. Starfsfólk Samskipa býður viðskiptavinum faglega ráðgjöf og heildarlausnir á sviði
flutninga og flutningatengdrar þjónustu. Við höfum á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks sem vinnur ávallt með
frumkvæði, samheldni og þekkingu að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á markvissa fræðslu og þjálfun starfsfólks.
Öryggis- og heilbrigðismál starfsfólks eru okkur mikilvæg og bjóðum við upp á fyrirmyndar vinnuaðstöðu.