
Sumarstarf í búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk
Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar leitar eftir metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum til starfa í búsetuþjónustu fatlað fólk í Fjarðabyggð. Verkefni búsetuþjónustunnar er að veita einstaklingum þjónustu við athafnir dagslegs lífs og veita þeim stuðning við að vera virkur þátttakandi í samfélaginu.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um Þjónandi leiðsögn með áherslu á að einstaklingum líði vel í þægilegu og öruggu umhverfi heimilisins.
Um er að ræða framtíðarstarf í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld-, helgar- og næturvaktir. Í boði er 80-100% hlutfall og eru stöður á Reyðafirði og í Neskaupstað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Veita einstaklingum stuðning við athafnir daglegs lífs.
- Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum.
- Starfa samkvæmt hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og sjálfstætt líf.
- Virkja einstakling til þátttöku í samfélaginu.
- Hafa gaman í vinnunni og vera öðrum fyrirmynd.
- Almenn heimilisstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára.
- Hreint sakavottorð.
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Framtakssemi, sjálfstæði og samviskusemi.
- Mikilvægt er að starfsmenn tali og skilji íslensku.