Matarmót Matarauðs Austurlands verður haldið 1. október í Hótel Valaskjálf frá 13:30 – 17:00. Þar munu matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna sína framleiðslu og í boði verður smakk auk þess sem nokkrir örfyrirlestrar fara fram.

Hvort sem þu ert þú veitinga- eða söluaðili, langar að hefja framleiðslu eða ert áhugamanneskja um austfirskan mat og matarmenningu, þá er þetta viðburður fyrir þig.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar og skráningarform, annarsvegar fyrir matvælaframleiðendur og hinsvegar fyrir sölu og veitingaaðila og áhugafólk um matarmenningu.