Sporður

Sporður kemur upprunalega frá Eskifirði og hófst framleiðsla fyrirtækisins árið 1952. Harðfiskur fyrirtækisins hefur hlotið mikið lof út um land allt. Harðfiskurinn í bláu pokunum er eitthvað sem að allir landsmenn eru farnir að þekkja og geta gengið að vísu að hér sé gæðavara á ferð.

Þau stakkaskipti áttu sér stað árið 2019 að Sporður hætti framleiðslu á harðfiski frá Eskifirði. Framleiðslan var keypt og flutt til Borgarfjarðar eystra þar sem framleiðsla á hágæða harðfiski er í miklum blóma.