Sláturfélag Vopnfirðinga
Sláturfélagið var stofnað 1989 af bændum í Vopnafirði. Sláturfélagið leggur metnað sinn í að borga bændum samkeppnisfært verð og veita góða þjónustu. Heimamenn eiga meirihluta hlutabréfa í félaginu í dag en kaupandi afurða félagsins, Kjarnafæði, á um fjórðung hlutafjár.