Móðir Jörð

Móðir Jörð í Vallanesi hefur stundað lífræna ræktun síðan árið 1990.  Móðir Jörð hefur það hlutverk að auðga flóru íslenskra hollustu- og sælkeravara úr staðbundnum hráefnum. Öll ræktun og framleiðsla Móður Jarðar ber alþjóðlega vottun um lífræna framleiðslu. Á býlinu er rekin verslun og kaffihús á sumrin hvar gestir geta nálgast ferskt grænmeti eða notið afurðanna í hjarta ræktunarinnar.

Móðir Jörð í Vallanesi leggur stund á akuryrkju og býður fjölbreytt úrval af heilkorni s.s. bygg og heilhveiti auk repjuolíu (matarolíu). Grænmeti og jurtir er útiræktað, en ræktunin nýtur skjóls af skjólbeltum og annarri skógrækt staðarins. Fjölbreytt matvælaframleiðsla með það að markmiði að nýta staðbundin hráefni, þróa bragð og rétti úr hráefnum úr jurtaríkinu.