Kaffibrennslan Kvörn

Kaffi Kvörn framleiðir hágæða kaffi í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði. Lögð er áhersla á að bjóða upp á ferskar kaffibaunir frá bændum sem leggja sig fram við að uppskera falleg og fullþroska ber. Þá er mikilvægt að draga fram náttúruleg bragðeinkenni sem hvert kaffi hefur upp á að bjóða.