
Fjóshornið
Fjóshornið er staðsett á Egilsstaðabúinu, en þar hefur sama fjölskyldan stundað búskap í hartnær 130 ár. Í Fjóshorninu er búið til skyr, ostur og jógúrt allan ársins hring en kaffihús Fjóshornsins er þó aðeins opið á sumrin. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli.
Því miður verður kaffihús Fjóshornsins ekki opið sumarið 2022 en áhugasamir um kaup á afurðum frá búinu eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á facebook, í tölvupósti eða í gegnum síma.

Á kaffihúsinu er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi, gæða sér á heimagerðum veitingum og drekka gott kaffi.
Því miður verður kaffihús Fjóshornsins ekki opið sumarið 2022 en áhugasamir um kaup á afurðum frá búinu eru hvattir til að hafa samband í skilaboðum á facebook, í tölvupósti eða í gegnum síma.