Fiskverkun Kalla Sveins

Fiskverkun Kalla Sveins hefur verið hornsteinn í atvinnulífi Borgarfjarðar eystra í um þrjátíu ár. Fiskverkunin sér sjálf um að koma afurðum sínum til og frá Borgarfirði en afurðir fyrirtækisins eru einungis seldar á innlenda markaði.

Afurðir fyrirtækisins hafa notið mikilla vinsælda og má þar hæst nefna harðfiskinn og hákarlinn fræga sem íbúar Austurlands ættu allir að kannast við. Mikið kapp er lagt í að verða íbúum landshlutans úti um ferska fiskvöru og er afurðum fyrirtækisins keyrt á fiskmarkað 110-130 sinnum á ári.