Afurðir fyrirtækisins hafa notið mikilla vinsælda og má þar hæst nefna harðfiskinn og hákarlinn fræga sem íbúar Austurlands ættu allir að kannast við. Mikið kapp er lagt í að verða íbúum landshlutans úti um ferska fiskvöru og er afurðum fyrirtækisins keyrt á fiskmarkað 110-130 sinnum á ári.