Fiskmarkaður Austurlands
Fiskmarkaður Austurlands er tengiliður milli útgerðar og fiskvinnslu á Austurlandi. Markaðurinn vinnur bæði fyrir kaupendur og seljendur og leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð fyrir meðhöndlun á fiski.
Þrjár starfsstöðvar Fiskmarkaðar Austurlands er að finna í landshlutanum, á Eskifirði, Norðfirði og Stöðvarfirði.
Fiskmarkaður Austurlands sér um frágang fisks eftir óskum kaupandans, t.d. með því að bæta við ís eða slægingu á bolfiski. Sömuleiðis býður FMA upp á að landa úr smábátum sem eru í föstum viðskiptum. Markaðurinn miðlar fiski frá seljendum til kaupenda og annast alla umsýslu við þþá yfirfærslu.