

Elís og Daði, sem báðir ólust upp á Breiðdalsvík, fengu hugmyndina að brugghúsinu hvor í sínu lagi. Félagarnir hittust í Breiðdalnum sumarið 2015 og eftir stuttar umræður var slegið til og ráðist í framkvæmdir við gamla sláturhúsið á staðnum. Beljandi Brugghús var síðan opnað þann 17. júní 2017.