
Austri Brugghús
Austri er brugghús staðsett á Egilsstöðum og er fyrsta sinnar tegundar á Austurlandi. Bjórarnir frá Austra hafa hlotið mikið lof bæði hjá heimamönnum og öðrum sælkerum. Hægt er að versla bjóra brugghússins í vínbúðum landsins en einnig er barinn Askur Taproom staðsettur í sama rými og brugghúsið. Þar geta gestir notið afurðarinnar beint af dælu.

Bjórarnir sem Austri bruggar heita allir eftir þekktum fjöllum á Austurlandi og reyna þeir þannig að búa til sitt sérkenni og halda fast í ræturnar.