Vök – Tónleikar í Sköpunarmiðstöðinni

5. June, 2021

VÖK – Tónleikar í Sköpunarmiðstöðinni
Laugardaginn 5. júní kl. 21:00
Húsið opnar kl. 20:30 – við biðjum fólk að mæta tímanlega.
Miðaverð: 3.500 kr.-
Selt er inn við dyrnar, tekið er við peningagreiðslum og posagreiðslum.

Þríeykið sem myndar Vök eru Margrét Rán söngkona og lagahöfundur, Bergur Dagbjartsson trommuleikari og Einar Stef gítar- og bassaleikari. Til gamans má geta að Einar er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Hatara.

Vök hefur spilað mikið erlendis á undaförnum árum og vakið mikla og jákvæða athygli á alþjóðavísu. Þau hafa löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman.

Vök hefur einnig verið áberandi í íslensku tónlistarlífi frá því að þau unnu Músíktilraunir 2013. Árið 2017 var breiðskífa þeirra „Figure“ valin plata ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum og svo aftur árið 2019 sendu þau frá sér frá sér verðlaunaplötuna „In the Dark“, en sú plata færði hljómsveitini þrenn verðlaun á Íslensku Tónlistarverðlaununum.

Vegna Kóvid-19 faraldursins hefur tónleikahald legið niðri meira og minna undafarið ár og því er mikil tilhlökkun meðal meðlima bandsins að spila loks fyrir áhorfendur á Stöðvafirði. Þess má geta að í byrjun mars á þessu ári sendi hljómsveitin frá sér nýja smáskífu og nefist hún „Lost in the Weekend“. „Lost in the Weekend“ er fyrsta sýnishornið af því sem koma skal á væntanlegri breiðskífu og munu áhorfendur á Stöðvarfirði fá tækifæri til að njóta glænýrrar sköpunar úr smiðju Vakar.
Hér má sjá Vök flytja efni af „Lost in the Weekend“ Live á Rúv: https://youtu.be/rwg8x4Vd0Ag

Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Menningarstofu Fjarðabyggðar og Tónlistarmiðstöð Austurlands. Uppbyggingarsjóður Austurlands styrkir verkefnið.
Við minnum fólk á þær reglur sem eru gildi vegna covid19 – frekari upplýsingar er að finna hér https://bit.ly/2AUdvha.