Útsaumur & Útivera með Katý

Hallormsstaðaskóli

20. June, 2022 - 23. June, 2022

Útsaumur & Útivera vinnustofa með Katý
20. – 23. júní 2022
Námskeiðsgjald 50.000 kr.
Námskeiðstími 32 klst.
Kennari: Katrín Jóhannesdóttir (Katý)
Auðvelt er að gleyma sér í hnipri yfir útsaumnum, svo á þessu námskeiði ætlum við að muna að rétta úr okkur og viðra – enda er Hallormsstaður sönn útivistarperla!
Þessa daga ætlum við m.a. að skoða þrívídd í útsaumi, húllsaum og kanta. Það er ótrúlegt hvað hægt er að töfra fram úr sporum eins og fræhnútum, lykkjuspori, spírölum og kontórsting og því má búast við að sjá hina ýmsu nytjahluti líta dagsins ljós á þessu námskeiði. Skærapúðar, vasar utan um kertakrúsir og hannyrðapokar verða líklegast þar á meðal.
Innifalið
Kennsla og fræðsluefni frá Katý. Allur efniskostnaður og afnot af áhöldum til verkefnavinnu. Þeir sem styðjast við stækkunarlampa eða stækkunargler við útsaum þurfa að koma með slíkt með sér.
Vatn, kaffi og te í boði á námskeiðstíma.
Dvöl í Hallormsstaðaskóla
Njóttu þess að dvelja í Hallormsstaðaskóla á námskeiðstíma með skóginn umvafinn í kringum þig. Möguleiki er að gista í Hallormsstaðaskóla allar upplýsingar á skráningarblaði.
Hálf dags fæði 2.900 kr. dagurinn (morgunverður / hádegisverður).
Hægt er að kaupa hádegisverð á námskeiðstíma 2.000 kr. stök máltíð.
Kannaðu þinn rétt á ferða-, námskeiðs- og tómstundastyrk verkalýðsfélaga og fyrirtækja.
Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til [email protected]