Útgáfutónleikar Seljan

19. September, 2020

Útgáfutónleikar vegna sólóplötu minnar „Seljan“ verða haldnir í Egilsbúð laugardagskvöldið 19.september. Húsið opnar klukkan 20:00 og tónleikarnir hefjast klukkan 20:30. Miðaverð 3500 krónur og miðasala við hurð.
Á tónleikunum koma fram Birgir Baldursson á trommur, Jón Hafliði Sigurjónsson á bassa, Jón Hilmar Kárason á gítar og Kjartan Valdemarsson á píanó. Um bakraddir sjá Fjarðadæturnar Hjördís Helga Seljan, Rebekka Rán Egilsdóttir og Þórunn Hyrna Víkingsdóttir.
Ég hlakka mikið til að sjá ykkur í Egilsbúð, við ætlum að eiga notalega stund saman en jafnframt gæta sóttvörnum og passa upp á meterinn.
Hildibrand Hótel verður opið þennan dag og ég mæli með því að þið fáið ykkur vel að borða fyrir tónleikana, þar er alltaf eitthvað unaðslega gott á matseðlinum.
Ég minni þá sem styrktu mig á Karolina Fund á að þeir eiga boðsmiða á tónleikana og ef þeir hyggjast bjóða öðrum að nýta miðann sinn þá þarf að láta mig vita af nafnabreytingunni.
Sjáumst í Egilsbúð