ÚR JÖRÐU

13. June, 2020 - 3. July, 2020

Úr jörðu er sýning eftir Hörpu Dís Hákonardóttur og opin á Skriðuklaustri 13. júní – 3. júlí. Sýningin er samtal efniviðar af svæðinu, leirs af bökkum Selfljóts og nytjatrjáa úr Fljótsdal. Leirinn flæðir yfir pappírinn sem bindur hann niður og tréð rammar inn. Sýningin er áframhald á fyrri rannsóknum Hörpu Dísar á óbrenndum leir og þá sérstaklega úr íslenskri jörðu.

Harpa Dís Hákonardóttir (f. 1993) er myndlistarmaður og rithöfundurm, fædd og uppalin í Kópavogi. Hún útskrifaðist með bakkalárgráðu frá myndlistarbraut Listaháskóla Íslands 2019 þar sem hún lagði áherslu á skúlptúrgerð og vinnu með efni eins og gifs, við, steypu og leir. Harpa Dís dvaldi í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri í september síðastliðinn og kviknaði hugmyndin að sýningunni á meðan á dvölinni stóð.

Sýningin er styrkt af Skógarafurðum í Fljótsdal.

Úr jörðu er opin á opnunartíma Skriðuklausturs og stendur til 3.júlí