Umhverfa / Inverse (Þyngdarleysi samhljómur)

Valhöll Eskifirði

14. July, 2022

Listamennirnir Sigga Björg Sigurðardóttir (myndlist) og Mikael Lind (raftónlist) sýna nýtt verk sem þau hafa unnið í sameiningu verkið og heitir Umhverfa / Inverse. Verkið er hljóð/vídeó innsetning.

Áhorfandanum er boðið að ganga inn í innsetningu þar sem síbreytilegur og þyngdarlaus hljóðheimur umlykur ágengan myndheim vídeóverksins. Lögmál hefðbundinna framvindu verka víkja og hvikul verkin fá að kallast á og hverfast um hvort annað. Saman skapa þau rými þar sem er ekkert upphaf og enginn endir og er áhorfendum þannig gefið tækifæri á að ganga inn í verkið hvenær sem er á sýningartímanum þar sem töfrandi víddir tóna og umhverfis formgerast allt í kring