Tónlistarútgáfa frá A – Ö
Online event
10. February, 2022
Tónlistarútgáfa frá A – Ö með Unni Söru Eldjárn : Fyrirlestur á Zoom
Tónlistarmiðstöð Austurlands býður tónlistarfólki á Austurlandi og öðrum áhugasömum upp á nýjan fyrirlestur með tónlistarkonunni Unni Söru Eldjárn sem nefnist TÓNLISTARÚTGÁFA frá A – Ö. Fyrirlesturinn verður haldinn á Zoom og hefst kl. 17:00 fimmtudaginn 10. febrúar.
Námstefnan er öllum að kostnaðarlausu og linkur á fyrirlesturinn mun birtast hér neðst í viðburðinum.
Tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn fjallar um það sem er mikilvægt að hafa í huga áður en lag er gefið út opinberlaga hjá tónlistarveitum og sent í spilun á útvarpsstöðvum. Unnur fer yfir hluti eins og höfundarréttarskráningar, fjármögnun, dreifingaraðila tónlistar, markaðssetning á samfélagsmiðlum, mikilvægi þess að skapa sitt eigið vörumerki sem listamaður og tækifærin sem geta falist í því að komast inn á lagalista hjá streymisveitum.
Unnur Sara hefur síðustu ár leiðbeint öðru tónlistarfólki í markaðssetningu og hlaut Nýsköpunarverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar árið 2021 fyrir fyrirlesturinn sinn „Hvernig kemst ég inná Spotify playlista?”. Þar nýtti hún reynsla sína af því að ýta lögum á lagalista en í dag er hún sjálf komin með yfir 2 milljón spilanir á Spotify. Þessi nýi fyrirlestur er byggður á hennar vinnu síðustu ár og algengustu spurningunum sem brenna á tónlistarfólki sem er að stíga sín fyrstu skref í tónlistarútgáfu og þeim reynslumeiri sem vilja uppfæra þekkinguna sína þegar kemur að því að koma tónlistinni lengra.
Unnur Sara hefur mikla reynslu af tónlistargeiranum, ráðgjöf og námskeiðahaldi og rekur Wrap My Music – Music Marketing Consultancy: https://www.facebook.com/wrapmymusic
Það er Menningarstofa Fjarðabyggðar/Tónlistarmiðstöð Austurlands í samstarfi við Wrap My Music sem bjóða upp á námskeiðið Tónlistarútgáfa frá A – Ö þátttakendum að kostnaðarlausu
Nánari upplýsingar eru á facebook síðu viðburðarins: Tónlistarútgáfa frá A – Ö | Facebook