Tónlistarstundir 2020
16. June, 2020 - 9. July, 2020
Tónlistarstundir 2020 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju
16. júní kl. 20: Vallaneskirkja
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari.
Berta er frá Fáskrúðsfirði og hefur lært á Ítalíu. Svanur er frá Stöðvarfirði og lærði á Spáni og í Hollandi og er nú einn fremsti gítarleikari Íslands.
25. júní kl. 20: Vallaneskirkja
Kammekór Egilsstaðakirkju ásamt Sóleyju Þrastardóttur flautuleikara og Jonathan Law fiðluleikara.
Á dagskrá eru íslensk og norsk þjóðlög sér útsett fyrir kórinn af stjórnanda þess.
Torvald Gjerde, organisti, stjórnandi
28. júní kl. 20: Egilsstaðakirkja
Trompettríó: Sóley Björk Einarsdóttir, Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, bæði frá Akureyri, og Jóhann Ingvi Stefánsson frá Selfossi.
2. júlí kl. 20: Egilsstaðakirkja
Árni Friðriksson tenór og Öystein Magnús Gjerde tenór sem báðir eru í læri hjá Hlín P. Behrens.
Meðleikarar eru Alda Rut Garðarsdóttir og Torvald Gjerde. Alda Rut er frá Stöðvarfirði og byrjaði á sínum tíma að læra hjá Torvald. Árni, Öystein og Tovald búa allir á Héraði.
5. júlí kl. 20: Egilsstaðakirkja
Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Jón Sigurðsson píanóleikari.
Þau eru bæði búsett á Akureyri.
9. júlí kl. 20: Egilsstaðakirkja
Torvald Gjerde, organisti kirkjunnar, spilar á orgel.
Hann er upphaflega frá Noregi en hefur starfað á Egilsstöðum í 19 ár.
Enginn aðgangseyrir.
Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Fljótsdalshéraði ásamt kirkjunum tveimur