Töfratré og ljósagangur með kakóívafi í Hálsaskógi

Djúpivogur

3. November, 2022

Í tilefni af dögum myrkurs birtist töfratréð eina ferðina enn í Hálsaskógi. Að þessu ætlar það að mæta á svæðið utan við afleggjarann upp að Aski og verður búið að koma sér fyrir á fimmtudaginn.

Skógræktarfélagar bjóða börnum og fullorðnum að mæta kl. 17 og fá sér heitt kakó áður en leitin að trénu hefst.