ÞOKAN OG JÓLABJÓR Í VALHÖLL

Valhöll Eskifirði

5. November, 2022

Klassískur hryllingur og jólabjór í Valhöll í tilefni af Dögum myrkurs.
Laugardaginn 5. nóvember verður boðið upp á veislu í Valhöll þegar hin klassíska hryllingsmynd John Carpenters THE FOG (1980) verður sýnd og hinn ljúfi jólabjór mun flæða.
Sýningin er gjaldfrjáls og veitingarnar eru á góðu verði.
Það er eitthvað í þokunni – það sem þú ekki sérð meiðir ekki, það drepur!
Það er Kvikmyndafélags Austurlands, Menningarstofa Fjarðabyggðar og Vinir Valhallar sem standa að baki sýningunni.
Myndin er 87 mínútur og með íslenskum texta. Ekkert hlé.
Ps. Það verður poppað!