Listsýning: Xtreme Zone

27. June, 2020 - 17. July, 2020

Laugardaginn 27. júní opnar sýningin Xtreme Zone í sýningarrýminu Glettu sem staðsett er á 3. hæð nýja hafnarhússins á Boorgarfirði Eystri. Listamenn eru Sigurður Ámundason and
Mattías Sigurðsson. Sýndar verða höggmyndir
og teikningar.

Matthías Rúnar Sigurðsson fæddist í
Reykjavík árið 1988. Undanfarin ár hefur
hann einbeitt sér að gerð höggmynda úr
stein og hafa höggmyndir hans verið sýndar
víða, m.a. í Safnasafninu, Ásmundarsafni
og Hverfisgallerí.

Sigurður Ámundason útskrifaðist úr myndlistabraut Listaháskóla Íslands árið 2012. Hann fæst
aðallega við teikninga, gjörninga, vídeóverk og bókverk og hefur meðal annars sýnt verk sín í Kling
og Bang, Hverfisgallerí, Sequences og á sýningunni Myrkraverk sem haldin var á Kjarvalsstöðum
árið 2018.