Sveinn Snorri: Ferðalag til Filippseyja

17. October, 2021

Sveinn Snorri: Ferðalag til Filippseyja
Sunnudaginn 17. október kl. 15:00
Skriðuklaustri, Fljótsdal
Frítt inn

Sveinn Snorri Sveinsson kynnir nýútkomna bók sína,Ferðalag til Filippseyja, sunnud. 17. október kl. 15:00 á Skriðuklaustri. Höfundur les úr verkinu og sýnir myndir semtengjast skáldævisögunni. Allir velkomnir og opið í kaffi hjá Klausturkaffi eftir kynninguna.

Ferðalag til Filippseyja er framhald af bókinn Sumar í september sem kom út 2020. Í enda fyrsta hluta þessarar sannsögulegu frásagnar var sögumaður nýlentur á Reykjavíkurflugvelli eftir stutt ferðalag. Við endurnýjum nú kynni okkar við hann daginn sem hann ætlar að halda ferðalaginu áfram og fljúg atil Maníla á Filippseyjum með viðkomuí Dubaí þar sem unnustan bíður hans. Lífið er ævintýri og ástin saga sem þarf að segja frá.