Svavar Knútur á Beljandi Brugghúsi

Beljandi Brugghús

1. July, 2022

Svavar Knútur söngvaskáld mætir á Innsævi og ræktar vináttuböndin við Breiðdalsvík.
Tónleikarnir eru föstudagskvöldið 1. júlí næstkomandi og hefjast kl. 21.00.
Á dagskrá verða söngvar og sögur úr ýmsum áttum og ólíkindatóla- og rugludallaheit að hætti Svavars Knúts, sem undanfarin ár hefur vaxið jafnt og þétt sem söngvaskáld og getið sér gott orð bæði hérlendis og erlendis fyrir stórskemmtilegar, en um leið hugvekjandi uppákomur.
Svavar Knútur lofar innilegu og góðu kvöldi á Beljandi Brugghús og vert er að benda á fjölskyldutónleika daginn eftir sem haldnir eru á sama stað klukkan 14:00.
Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Innsævi og eru unnir í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands.
Enginn aðgangseyrir.