Svanurinn heimsækir Austurland

22. May, 2025

Austurbrú og norræna umhverfismerkið Svanurinn efna til hádegisfundar um umhverfismerkið Svaninn.
Á fundinum verður fjallað um umhverfismerkið Svaninn, umhverfisvottanir, opinber innkaup, framkvæmdir og fleira.
Fyrirlesarar eru Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins og Bergþóra Góa Kvaran, sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun.
Staðsetning: Þingmúli í Valaskjálf á Egilsstöðum
Tímasetning: Fimmtudaginn 22. maí kl. 12:00-13:00
Fundurinn er hugsaður fyrir fulltrúa sveitarfélaga á Austurlandi, starfsfólk í stjórnsýslu, og aðra sem koma að hönnun og þróun bygginga, sem og aðra áhugasama um umhverfisvottanir.
Boðið verður uppá súpu fyrir gesti fundarins og þess vegna er mikilvægt að skrá sig hér: https://shorturl.at/aNl8i