Svakalega sögusmiðjan
6. September, 2024
Föstudaginn 6. september bjóða BRAS, List fyrir alla og Svakalega sögusmiðjan börnum á aldrinum 8-12 ára upp á skemmtilega sögusmiðju í Bókasafni Héraðsbúa. Í smiðjunni ætla Blær og Eva Rún að kenna krökkum að skrifa og teikna sögur og hvernig hægt er að fá hugmyndir.
Smiðjan fer fram frá kl. 15:00 – 17:00 og skráning er nauðsynleg á netfangið: [email protected]
Smiðjan er ókeypis
BRAS, List fyrir alla og Svakalega sögusmiðjan
—
Um leiðbeinendurna:
Eva Rún Þorgeirsdóttir er rithöfundur og skrifar bækur og handrit að sjónvarpsefni fyrir krakka. Hún hefur skrifað bækurnar um jólasveininn Stúf, spennuseríuna um Lukku og hugmyndavélina og hugleiðslubókina Ró. Hún hefur auk þess unnið sem handritshöfundur og framleiðandi sjónvarpsþátta á KrakkaRÚV.
Eva Rún hlaut Edduna 2021 í flokknum Barna- og unglingaefni ársins fyrir Stundina okkar og hlaut einnig Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022 í flokki barna og ungmennabóka fyrir hljóðbókina Sögur fyrir svefninn.
Blær Guðmundsdóttir er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Hún hefur myndlýst fjölda barna- og skólabóka þ.á.m. bækurnar um Stúf, Holupotvoríur, Ég og sjálfsmyndin, Ég og Samfélagið og Orð eru ævintýri. Árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum.
Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.
Svakalega sögusmiðjan hlaut Vorvindaverðlaun IBBÝ á Íslandi árið 2023 fyrir framlag sitt til barnamenningar.