Sunna og Marína Ósk á Eskifirði
5. September, 2024
Ástin, bjartsýnin og andskotans blaðrið í fólkinu
Haustdagskrá Tónlistarmiðstöðvarinnar hefst með glæsibrag fimmtudaginn 5. september þegar Sunna Gunnlaugs píanisti og Marína Ósk Þórólfsdóttir söngkona koma þar fram og leika nýleg lög Sunnu við ljóð Jóns úr Vör en einnig verða leikin þekkt lög úr jazzbiblíunni sem og verk eftir Marínu. Tónlistinni er best lýst sem hugljúfum ballöðum og grípandi latínsmellum og sveiflu.
Fyrir tónleikana munu þær heimsækja tvo skóla í Fjarðabyggð og leika tónlist sína, Einnig munu þær heimsækja íbúa Hulduhlíðar og leika ljúfan djass með síðdegiskaffinu.
Miðaverð er 3000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala er við innganginn og það er posi á staðnum.
Við hvetjum unga hljóðfæranema sem og eldri til að mæta á þessa spennandi tónleika með þessum frábæru tónlistarkonum.