Sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar – The Hevreh Ensemble

Bláa kirkjan

12. July, 2023

Hljómsveitin The Hevreh Ensemble kemur frá New York en „hevreh“ er hebreska og þýðir „vinahópur“. Hljómsveitina skipa Judith Dansker, Laurie Friedman, Adam Morrison og Jeff Adler en þetta er tónlistarfólk í hæsta gæðaflokki og hefur það, bæði saman og í sundur, komið víða fram á löngum ferli í Evrópu og Bandaríkjunum. Hljómsveitin flytur frumsamda tónlist og þykir einstaklega skemmtileg á sviði. Hljóðfæraskipanin er fjölbreytt og flytja þau tónlist sína með ýmiskonar hljóðgjöfum s.s. alls konar slagverki, blásturhljóðfærum og hljóðgervlum.

The Hevreh Ensemble ætti að kveikja forvitni allra tónlistarunnenda!

NYC based Hevreh Ensemble performs compositions by group member Jeff Adler. Their concerts have delighted audiences and critics alike with appearances throughout the US and Europe, including New York City, the Newport Chamber Music Festival, Saint-Gaudens National Historic Site and concerts in Vienna, Berlin, Bonn, Amsterdam, Prague, and Krakow.

The wide and varied instrumentation includes the innovative use of Cherokee Native American flutes, along with clarinet, bass clarinet, oboe, English horn, world percussion that includes djembe, dumbek, ocean drum, balafon, kalimba, rain stick, tabla, log drum, keyboard, and shofar.

Hevreh Ensemble | Spotify

The Hevreh Ensemble Facebook

HEVREH Ensemble