Sumarnæturopnun allan sólarhringinn

Vök Baths

25. June, 2022 - 26. June, 2022

Í tilefni af sumarsólstöðum, World Bathing Day og Jónsmessu verður sumarnæturopnun í Vök Baths þann 25. júní. Opið verður frá kl. 10:00 að morgni 25. júní til kl. 22:00 að kvöldi 26. júní og fá gestir því einstakt tækifæri til að upplifa bjarta, íslenska sumarnótt.

Sumarnóttin hefst kl 22:00 með ljúfum tónum frá Øystein Gjerde. Laugarbarinn verður opinn til klukkan 03:00 og verður óáfengi drykkurinn Lárus sundöl, á 2 fyrir 1 tilboði milli klukkan 02:00-03:00.
Sumarsólstöður eru þann 21. júní en þá er lengsti dagur ársins hér á norðurhveli jarðar.