Stuðlagil og Vök með Tanna Travel

Tanni Travel

6. September, 2023

Ferðin

Ekið er sem leið liggur að fossinum Rjúkanda á Jökuldal, þar er stutt og aðgengileg ganga upp að fossinum.

Þá höldum við sem leið liggur að Stuðlagili, austan megin Jökulsár. Þar er ein staærsta og fallegasta stuðlabergsmyndun á landinu og stuðlabergið einstaklega myndrænt. Sérstaklega þegar vatnið í ánni er tært en í byrjun ágúst breytist áin úr grænbláleitri í gráleita, þegar yfirfall verður á Hálslóni við Kárahnjúka. Rúmlega hálftíma auðveld ganga er að gilinu þar sem við tökum okkur tíma í að njóta náttúrunnar og nestis. Heildartími við Stuðlagil er um 2-3 klst.

Við ökum beina leið til baka í Vök Baths. Vök býður upp á fyrstu fljótandi laugar landsins í Urriðiavatni, stóra laug, gufubað, köld úðagöng, vandaða gestaaðstöðu, tebar og veitingastaðinn Vök Bistro með útsýni yfir vatnið og laugarnar og matseðil sem byggir á sjálfbærni og hráefni úr heimabyggð.

Einkennisdrykkur Vök Baths er jurtadrykkur bruggaður beint úr vatni Urriðavatns og íslenskum jurtum, en það hefur fengið þá viðurkenningu að vera eina vottaða heita vatnið til drykkjar hér á landi.

Staðir: Rjúkandi – Stuðlagil – Vök

Tími: 6-7 klst

Efiðleikastig: Létt

Brottafarastaðir:

 • Farið verður frá Húsi Handanna kl. 8:30 – Miðvangur, 700 Egilsstaðir
 • Egilsstaðaflugvöllur – kl. 8:35
 • Vök baths – kl. 8:40

Innifalið:

 • Leiðsögn á ensku og íslensku
 • Aðgangur að Vök bath

Taka með:

 • Góða gönguskó
 • Lítinn bakpoka
 • Föt eftir veðri
 • Nesti
 • Vatnsflösku
 • Sundföt

Annað:

 • Börn þurfa að vera í fylgd með fullorðnum

Gott að vita:

 • Stuðlagil er mjög fallegt en líka hættulegt ef maður gleymir sér. Fylgið leiðsögumaningum í einu og öllu sem sagt er.

Hægt er að bóka ferðina á heimasíðu Tanna Travel: Stuðlagil og Vök – TANNI TRAVEL